31.3.2011 kl. 19:59
Sindri Guðjónsson til liðs við TG.
Sindri Guðjónsson hefur tilkynnt félagskipti úr Goðanum yfir í sitt gamla félag, Taflfélag Garðabæjar. Sindri flutti á höfuðborgarsvæðið frá Súðavík nú í marsmánuði.

Sindri Guðjónsson.
Sindri gekk til liðs við Goðann fyrir deildarkeppnina 2009-2010 en Sindri bjó þá á Þórshöfn.
Sindri tefldi fyrir Goðann í þeirri keppni og lagði mikið á sig til þess, enda um langan veg að fara frá Þórshöfn. Fyrir seinni hlutann það ár var Sindri fluttur til Súðavíkur og þurfti meðal annars að keyra í gegnum aurskriðu sem féll á veginn í Ísafjarðardjúpi, til þess að geta teflt fyrir Goðann á því móti. Sindri tefldi einnig í fyrri hluta ný afstaðinnar deildarkeppni 2010-2011, en hafði ekki tök á því að vera með í seinni hlutanum.
Stjórn Goðans þakkar Sindra sérstaklega vel fyrir þann tíma sem hann var félagsmaður í Goðanum og óskar honum velgengi með Taflfélagi Garðabæjar.
