Barna- og unglingaæfingar Skákfélagsins Hugins í Mjóddinni hefjast aftur eftir sumarfrí mánudaginn 7. september 2015.Æfingarnar byrja kl. 17:15 og þeim lýkur yfirleitt rétt fyrir kl. 19.
Æfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri en skipt verður í tvo flokka eftir aldri og styrkleika á flestum æfingum.
Engin þátttökugjöld.
Æfingarnar verða haldnar í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a, Mjódd. Inngangur er milli Fröken Júlíu og Subway en salur félagsins er á þriðju hæð hússins.
Á æfingunum verða 5 eða 6 umferðir með umhugsunartíma 10 eða 7 mínútur. Einnig verður farið í dæmi og endatöfl eins og tíma vinnst til.
Þegar starfsemin verður komin vel af stað verður unnið í litlum verkefnahópum á einni æfingu í mánuði og þannig stuðlað að því að efla einingu og samstöðu innan hópsins. Þær æfingar verða eingöngu fyrir félagsmenn og verða kynntar síðar. Jafnframt verður þegar tímabilið er komið vel af stað í boði kennsla fyrir félagsmenn á miðvikudögum og laugardagsmorgnum.
Umsjón með æfingunum hefur Vigfús Ó. Vigfússon sem lokið hefur þjálfaraprófi frá Fide.
