Fyrsta viðureign Hraðskákkeppni taflfélaga fór fram þriðjudaginn 15. ágúst í Vin. Skákgengið sótti Vinaskákfélagið heim og vann fremur öruggan sigur á Vinverjum. Gestirnir fengu 42½ vinning gegn 29½ vinning gestgjafana.

Loftur Baldvinsson, formaður Gengisins, fór fyrir sínum mönnum og hlaut 11 vinninga í 12 skákum. Halldór Kárason og Páll Þórsson fengu 8 vinninga hvor.

Hrafn Jökulsson, fráfarandi varaforseti Vinaskákfélagsins, fór fyrir sínum mönnum og hlaut 8½ vinning. Aðalsteinn Thorarensen var einnig öflugur og hlaut 6 vinninga.

Annað kvöld fer fram viðureign Kvennalandsliðsins og Hugins-b. Að lokinni þeirri viðureign verður dregið í átta liða úrslit sem eiga að vera lokið 31. ágúst nk.


Lokastaðan:

Hraðskákkeppni Taflfélaga.
15 Ágúst kl: 20:00 Vin Hverfisgötu 47.
Vinaskákfélagið Skákgengið 1. Loftur Baldvinsson 2. Halldór Kárason 3.Páll Þórsson 4. Helgi Gunnarsson 5. Davið Stefánsson 6. Hafþór Einarsson Vinningar:
1. Arnljótur Sigurðsson 0.0 1/2,0 0.1 1.0 1.0 1,1 5 1/2
2. Grímur Grímsson 0.0 0.1 0.0 1,1 1,1 0.0 5
3. Aðalsteinn Thorarensen 0 1 0 1,1 1,1 0.1 6
4. Hrafn Jökulsson 1.0 1.0 1,1 1/2,1/2 1,1 1,1/2 8 1/2
5. Þorvaldur Ingveldarson 0 0 1 1.0 1.0 1.0 4
6. Héðinn Briem 0.0 0.1/2 0.0 0 0 0.0 1/2
7. Hjálmar Sigurvaldason 0 0.0 0 0
8. Hörður Jónasson 0 0 0
9. Úlfur Orri Pétursson 0 0
10. Árni J. Árnason 0 0
Vinningar: 29,5
 * Skrá skal í töfluna vinninga “lárétta” liðsins.
Úrslit: Skákgengið 42,5 – 29,5 Vinaskákfélagið