12.1.2009 kl. 21:14
Skákkennsla hafin í Litlulaugaskóla
Í dag hófst skákkennsla í Litlulaugaskóla í Reykjadal. Það er Hermann Aðalsteinsson frá skákfélaginu Goðanum sem sér um kennsluna. Kennt verður alla mánudaga frá kl 15:00 til 16:00 fram til aprílloka.
Það mættu 15 börn í fyrstu kennslustundina í dag.
Litlulaugaskóli er þriðji grunnskólinn í Þingeyjarsýslu þar sem skákkennsla stendur nemendum til boða. Skákkennsla hófst í Borgarhólsskóla á Húsavík í október og í nóvember hófst skákkennsla í Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit. H.A.
