27.9.2010 kl. 22:42
Skákstúderingakvöld Goðans.
Á næstu skákæfingu sem verður nk. miðvikudagskvöld kl 20:30, verður sérstakt stúderingakvöld gegnum Skype. Stúderingarnar hefjast kl 20:30. Það verður Einar Hjalti Jensson sem stjórnar stúderingunum úr Hafnarfirði og sendir þær norður til Húsavíkur.
Stúderingum Einars Hjalta verður varpað upp á tjald með skjávarpa á Húsavík svo að allir geti fylgst með þeim sem þar verða staddir. Félagar eru hvattir til þess að fjölmenna á þetta stúderingakvöld.
Vegna þessara stúderinga hefst hefðbundin skákæfing kl 19:30, þannig að skákþyrstir félagsmenn geta teflt í klukkutíma áður en stúderingarnar hefjast.
Skákæfingin verður í umsjá Smára Sigurðssonar.
