Skákþing Garðabæjar hófst í gær

Skákþing Garðabæjar hófst í gær. Afar góð þátttaka er á mótinu en 48 keppendur taka þátt sem er metþátttaka. Það fyrirkomulag Garðbæinga að skipta mótinu í tvo flokka og tefla aðeins einu sinni í viku virðist hafa gefist afar vel.

12994_1376248252603324_135679694_n

Fimm félagmenn GM-Hellis taka þátt í mótinu og tefla þrír þeirra í A-flokki. Felix Steinþórsson gerði jafntefli í 1.umferð en Óskar Víkingur Davíðsson og Jón Eggert Hallsson töpuðu sínum skákum gegn stigahærri andstæðingum.

Brynjar Haraldsson og  Halldór Atli Kristjánsson tefla í B-flokki og töpuðu þeir báðir sínum skákum í 1. umferð

 

 

Pörun 2. umferðar liggur ekki fyrir.