28.3.2014 kl. 10:36
Skákþing Norðlendinga hefst í kvöld kl 20:00
Skákþing Norðlendinga 2014 hefst í kvöld kl 20:00 í Árbót í Aðaldal. Það er skákfélagið GM-Hellir sem sér um mótshaldið. Búið er að loka fyrir skráningar í mótið en 20 keppendur eru skráir til leiks. Meðal þeirra er Stefán Bergsson SA sem unnið hefur mótið sl. tvö ár.
