Eins og áður hefur komið fram verður Framsýnarmótið 2020, sem er hluti af BRIM-mótaröðinni, haldið á Húsavík 23. til 25. október. Nú hefur verið ákveðið að sameina Skákþing Norðlendinga áður nefndu Framsýnar/BRIM móti og verður mótið því þrefalt. Sama gildir um Hraðskákmótið sem fram fer á sunnudeginum. Það verður líka Hraðskákmót Norðlendinga 2020.
Til verðlauna á Skákþingi Norðlendinga geta þó aðeins unnið þeir sem eiga lögheimli á Norðurlandi, en mótið hefur verið haldið árlega og óslitið síðan 1935.
Verði fleiri en einn jafn í keppni um titilinn „Skákmeistari Norðlendinga“ munu stig ráða, en notast verður við eftirfarandi reglu:
Oddastig (tiebreaks): 1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis úrslit 4. Sonneborn-Berger 5. Oftar svart.
Byrjað er að taka við skráningum í Framsýnar/BRIM/SÞN mótið 2020 og fer skráning óvenju vel af stað. 12 keppendur eru þegar skráðir til leiks og miðað við það má ætla að þátttaka verði með allra besta móti.
Hér er hægt að skrá sig til leiks og hér er listi yfir þá sem ætla að tefla á þessu þrefalda skákmóti.