9.10.2010 kl. 21:35
Skin og skúrir í dag.
Tvær umferðir voru tefldar í dag á íslandsmóti skákfélaga. A-sveit Goðans vann sigur á KR-b í annari umferð 4-2. Ásgeir, Einar, Björn og Tómas unnu, en Sigurður og Sindri töpuðu. A-sveitin gerði svo 3-3 jafntefli við A-sveit Víkingaklúbbsins í 3. umferð. Frábær úrslit gegn sterkri sveit.
Ásgeir Ásbjörnsson vann afar glæsilegan sigur á Davíð Kjartanssyni á fyrsta borði. Einar, Björn, Tómas og Jón Þorvaldsson gerðu jafntefli en Sindri tapaði.
Ásgeir Ásbjörnsson (t,v) vann Davíð Kjartansson í dag. Ásgeir hefur unnið allar skákirnar í mótinu sem er frábær árangur. Ásgeir hefur engu gleymt þó svo að hátt í 30 ár séu liðin frá því að hann tefldi kappskák síðast.
B-sveitin vann stóran 6-0 sigur á TR- í annari umferð.. Sveinn, Rúnar, Jakob, Smári, Benedikt og Hermann tefldu. B-sveitin tapaði svo 1-5 fyrir SFÍ í þriðju umferð. Jakob og Smári gerðu jafntefli, en Rúnar, Benedikt, Hermann og Sighvatur töpuðu.
Viðar Hákonarson hefur unnið báðar skákir sínar í dag, en hann tefldi fyrir C-liðið.
C-sveitin töpuðu naumlega fyrir 2,5-3,5 fyri Helli-e. Valur Heiðar vann skák létt þegar sími andstæðingsins hringdi snemma í skákinni og Viðar Hákonarson vann sína fyrstu skák á 6. borði. Hlynur Snær gerði jafntefli. Snorri, Bjössi og Sighvatur töpuðu. C-liðið vann svo Fjölni -d 4-2 í 3. umferð. Valur, Bjössi, Viðar og Andri Valur unnu sínar skákir, en Snorri og Hlynur töpuðu.
Valur Heiðar Einarsson (í blárri skyrtu) er búinn að vinna allar sínar þrjár skákir. Valur og Ásgeir eru þeir einu sem eru með fullt hús vinninga. Andri Valur Ívarsson (í grárri peysu) tefldi eina skák sem varamaður í dag og vann hana að sjálfsögðu.
A-lið Goðans er í 3 sæti í 3 deild með 5 stig og 12 vinninga.
http://chess-results.com/tnr38867.aspx?art=0&rd=3&lan=1&m=-1&wi=1000
B-liðið er í 5. sæti í 3-4. deild með 4 stig og 12,5 vinninga.
C-liðið er í 12. sæti með 3 stig og 9,5 vinninga.
http://chess-results.com/tnr38868.aspx?art=0&lan=1&m=-1&wi=1000
4. ufmerð verður tefld kl 11:00 á morgun sunnudag. A-liðið mætir A-liði Taflfélags Garðarbæjar. b-liðið mætir TR-d og C-liðið fær TV-d.
