11.4.2014 kl. 21:08
Skólameistarar í Þingeyjarsýslu
Tvö skólaskákmót fóru fram í gær fimmtudag. Í Borgarhólsskóla og í Litlulaugaskóla. Björn Gunnar Jónsson hafði sigur í yngri flokki á mótinu í Borgarhólsskóla eftir mikla rimmu við Magnús Mána Sigurgeirsson, en það þurfti auka hraðskákkeppni og bráðabana á milli þeirra þar sem þeir voru jafnir að vinningum eftir sjálft skólamótið. Enginn keppandi var í eldri flokki.
Magnús, Björn, Júlía og Kristinn.
Lokastaðan í Borgarhólsskóla. Yngri flokkur
1. Björn Gunnar Jónsson 2,5 (+2)
2. Magnús Máni Sigurgeirsson 2,5 (+1)
3-4. Júlía Renata G 0,5
3-4. Kristinn Ásbjörnsson 0,5
Jón Aðalsteinn Hermannsson vann sigur í eldri flokki á skólamótinu í Litlulaugaskóla sem fram fór í gærkvöldi. Jón fékk þrjá vinninga af fjórum mögulegum, Jakub Piotr varð annar með 2 vinning og Ásgeir Ingi Unnsteinsson varð þriðji með einn vinning.
Stefán, Olivia, Jón, Jakub, Ásgeir. Valdemar og Hilmar fyrir framar
Stefán Bogi Aðalsteinsson vann sigur í yngri flokki með þrjá vinninga, en hann vann alla sína andstæðinga. Hilmar Örn Sævarsson varð annar með tvo vinninga.
Skólaskákmótið í Reykjahlíðarskóla var haldið 27 febrúar. Úrslit urðu eftirfarandi:
Í 1.-7. bekk :
1. Helgi Þorleifur Þórhallsson
2. Stefán Örn Kristjánsson
3. Elvar Goði Yngvason
Í 8.-10. bekk:
1. Ari Rúnar Gunnarsson
2. Ingimar Atli Knútsson
3. Sölvi Karlsson

Yngri flokkur í Reykjahlíðarskóla.

Eldri flokkur í Reykjaklíðarskóla.
Sýslumótið í skólaskák fer fram í fyrstu kennsluviku eftir páska í Litlulaugaskóla, en keppnisrétt á mótið eiga þeir sem náðu tveimur efstu sætunum á skólamótunum í báðum flokkum í hverju skóla fyrir sig.
