21.3.2011 kl. 23:34
Smári efstur á æfingu.
Smári Sigurðsson varð efstur á fyrstu mánudagsskákæfingunni er fram fór í kvöld á Húsavík. Smári kom vel undan helginni og lagði alla sína andstæðinga. Tefldar voru hraðskákir (5 mín)
Úrslit kvöldsins.
1. Smári Sigurðsson 8 af 8
2-3. Ævar Ákason 6
2-3. Hermann Aðalsteinsson 6
4. Snorri Hallgrímsson 5
5. Hlynur Snær Viðarsson 3,5
6. Heimir Bessason 3
7. Róbert Hlynur Baldursson 2,5
8. Árni Garðar Helgason 2
9. Valur Heiðar Einarsson 0
Næsti viðburður hjá Goðanum er Héraðsmót HSÞ í fullorðinsflokki en það mót verður haldið nk. mánudag á Laugum. Mótið verður auglýst nánar þegar nær dregur.
