Smári Sigurðsson varð efstur á síðustu skákæfingu ársins 2025 sem fram fór í Túni í gærkvöld. Smári fékk 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Adam Ferenc Gulyas og Kristján Ingi Smárason fengu 3 vinninga. Hermann Aðalsteinsson fékk 2,5, Sigurbjörn Ásmundsson 2 og Viðar Njáll Hákonarson 0.
Tefld var einföld umferð og tímamörk voru 7 mín á mann.
Hraðskákmót Goðans fer fram næstkomandi mánudagskvöld og svo Jólamót Goðans 28 desember.
Fyrsta skákæfing árins 2026 fer fram 5. janúar.
