Smári Sigurðsson
Smári Sigurðsson varð efstur á skákæfingu sem fram fór í Túni sl. mánudagskvöld. Smári fékk 2,5 vinninga. Hilmar Freyr Birgisson varð annar með 2 vinninga. Kristján Ingi Smárason varð þriðji með 1,5 vinninga og Ádám Gulyás varð neðstur án vinnings.
Tímamörk voru 7+3 og allir tefldu við alla. Næsta æfing verður í Túni kl 20:00 mánudaginn 19. janúar.
