Smári efstur á æfingu.

Smári Sigurðsson vann alla andstæðinga sína á skákæfingu kvöldsins sem tefld var á Húsavík í kvöld, alls 7 að tölu.  Benedikt Þór sýndi hve öflugur hann er orðin og vann 6 skákir. Hann tapaði aðeins fyrir Smára.  Tefldar voru skákir með 7 mín umhugsunartíma á mann.

Úrslit urðu eftirfarandi :

1.     Smári Sigurðsson                 7 vinn af 7 mögul.
2.     Benedikt Þór Jóhannsson     6
3.     Sigurbjörn Ásmundsson       5
4.     Hermann Aðalsteinsson       4
5-6.  Sighvatur Karlsson               2
5-6.  Ævar Ákason                        2
7.     Snorri Hallgrímsson              1,5
8.     Hlynur Snær Viðarsson         0,5

Nú verður gert hlé á skákæfingum fram í seinni hluta mars,  því Skákþing Goðans hefst að viku liðinni, þann 4 febrúar nk. á Húsavík.  H.A.