14.1.2013 kl. 22:55
Smári efstur á æfingu í Dalakofanum.
Smári Sigurðsson varð efstur á skákæfingu sem haldinn var í Dalakofanum í Reykjadal í kvöld. Smári krækti sér í 5,5 vinninga af 6 mögulegum og gerði aðeins jafntefli við Hlyn Snæ Viðarsson.
Þeir Ari Rúnar Gunnarsson og Helgi James Þórarinsson úr Mývatnssveit komu á sína fyrstu skákæfingu í kvöld og stóðu sig með prýði. Tefldar voru 6 umferðir eftir monrad-kefri og var umhugsunartíminn 10 mín á skákina.
Lokastaðan:
1 Smári, 1685 5.5 14.0
2 Ævar, 1447 4.5 14.0
3-4 Viðar, 4 14.5
Hlynur, 1073 4 13.5
5-8 Hermann, 1347 3 14.5
Ármann, 1413 3 13.0
Bjössi, 1199 3 11.0
Bjarni, 3 10.0
9-11 Ari, 2 10.0
Helgi James, 2 10.0
Ketill, 2 10.0
12 Jón, 0 10.0
