Smári Sigurðsson varð efstur á skákæfingu sem fram fór í Túni á Húsavík í gær. Smári vann allar sínar skákir 5 að tölu. Hilmar Freyr Birgisson og Sigurbjörn Ásmundsson komu næstir með 3 vinninga. Sex keppendur mættu á æfinguna og allir tefldu við alla með 10 mín umhugsunartíma. Æfingin fór þannig fram að við upphaf hverrar umferðar var dregið spil úr stokki sem innihélt ýmsar byrjanir og allar skákir hófust á þeim í hverri umferð fyrir sig.
Lokastaðan
Smári Sigurðsson 5
Hilmar Freyr Birgisson 3
Sigurbjörn Ásmundsson 3
Adam Ference Gulyas 2,5
Viðar Njáll Hákonarson 1
Hermann Aðalsteinsson 0,5
Það verður ekki skákæfing mánudaginn 17 nóvember enda verða flestir búnir að fullnægja skákþörf sinni dagana á undan.
Íslandsmót Skákfélaga fyrri hluti, fer fram um komandi helgi 14-16 nóvember. Goðinn sendir A og B-lið til keppni í ár.
