Smári Sigurðsson fékk 4 vinninga af 5 mögulegum á æfingu sem fram fór á Torenlo í gærkvöldi. Hermann Aðalsteinsson varð annar með 3,5 vinninga og Rúnar Ísleifsson þriðji með 3 vinninga. Kristján Ingi Smárason, Hilmar Freyr Birgisson og Jóhannes Már Sigurðarson fengu færri vinninga. Lokastaðan.
Allir tefldu við alla og tímamörk voru 5+2.
Næsta æfing er fyrirhuguð yfir borðið í Framsýnarsalnum nk. mánudagskvöld kl 20:00.