18.12.2013 kl. 20:47
Smári og Ármann efstir á æfingu
Síðasta skákæfing ársins á norðursvæði GM-Hellis var haldin sl. mánudagskvöld á Húsavík. Smári Sigurðsson og Ármann Olgeirsson voru í ham og unnu alla sína andstæðinga, þar til þeir mættust í síðustu umferð og gerðu þá jafntefli. Umhugsunartími var 10, mín á skák.
Lokastaðan:
1.-2. Ármann Olgeirsson 5,5 af 6
1.-2. Smári Sigurðsson 5,5
3. Hermann Aðalsteinsson 4
4. Ævar Ákason 3
5. Sigurbjörn Ásmundsson 2
6.-.7 Hlynur Snær Viðarsson 0,5
6.-7. Heimir Bessason 0,5
Næst á dagskrá hjá félaginu er hraðskákmótið sem verður 27. desember og síðan Skákþing GM-Hellis á norðursvæði sem verður helgarnar 3-5 og 10-11 janúar 2014.
Næsta skákæfing verður því væntanlega ekki fyrr en 20 janúar.
