27.12.2008 kl. 17:21
Smári Sigurðsson hraðskákmeistari Goðans 2008.
Smári Sigurðsson varð í dag hraðskákmeistari Goðans 2008. Hann fékk 9,5 vinninga af 11 mögulegum. Pétur Gíslason fékk einning 9,5 vinninga, en tapaði 0,5-1,5 fyrir Smára í einvígi um titilinn. Rúnar Ísleifsson varð í 3. sæti með 9 vinninga.
Þetta var þriðji titill Smára á árinu, því hann er skákmeistari Goðans frá því í mars sl, hann er 15 mín meistari félagsins frá því í nóvember og núna hirti hann hraðskáktitilinn líka. Aðeins atskáktitillinn (héraðsmeistari HSÞ) gekk honum úr greipum í vor.
Úrslit urðu eftirfarandi :
1. Smári Sigurðsson 9,5 af 11 mögul. (+1,5)
2. Pétur Gíslason 9,5 (+0,5)
3. Rúnar Ísleifsson 9
4. Jakob Sævar Sigurðsson 7
5. Ævar Ákason 6
6-7. Baldur Daníelsson 5 (53 stig)
6-7. Hermann Aðalsteinsson 5 (53 stig)
8. Jóhann Sigurðsson 5 (44 stig)
9. Benedikt Þ Jóhannsson 4,5
10. Sigurbjörn Ásmundsson 4
11. Heimir Bessason 3,5 (54 stig)
12. Jón Hafsteinn Jóhannsson 3,5 (43,5 stig)
13. Sighvatur Karlsson 3
14. Hallur Reynisson 2
Samhliða hraðskákmótinu var jólapakkahraðskákmót félagsins haldið fyrir 16 ára og yngri. Valur Heiðar Einarsson varð hlutskarpastur með 5 vinninga af 6 mögulegum. Einungis fjórir keppendur mættu til leiks og teldu þeir tvöfalda umferð.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. Valur Heiðar Einarsson 5 vinn af 6 mögul.
2. Hlynur Snær Viðarsson 4
3. Snorri Hallgrímsson 3
4. Ágúst Már Gunnlaugssson 0