27.4.2008 kl. 17:11
Smári Sigurðsson skákmeistari Goðans 2008.
Smári Sigurðsson varð í dag skákmeistari Goðans 2008, annað árið í röð. Smári gerði jafntefli við Ármann Olgeirsson í lokaumferðinni í dag. Smári fékk 6 vinninga af 7 mögulegum. Rúnar Ísleifsson varð í öðru sæti, einnig með 6 vinninga, en varð neðar á stigum. Jakob Sævar Sigurðsson varð í 3 sæti með 5 vinninga. Endanleg Úrslit :
1. Smári Sigurðsson 6 vinn af 7 mögul. (13,75)
2. Rúnar Ísleifsson 6 (13,5)
3. Jakob Sævar Sigurðsson 5
4. Ármann Olgeirsson 4,5
5. Hermann Aðalsteinsson 3
6. Ævar Ákason 2,5
7. Timothy Murphy 1
8. Sigurbjörn Ásmundsson 0