26.3.2012 kl. 22:41
Snorri barna og unglingameistari Goðans 2012
Snorri Hallgrímsson vann sigur á barna og unglingameistaramóti Goðans sem fram fór á Húsavík í dag. Snorri fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum og leyfði aðeins jafntefli gegn Hlyn Sæ Viðarssyni sem varð í öðru sæti, einnig með 6,5 vinninga, en örlítið lægri á stigum. Starkaður Snær Hlynsson varð svo í þriðja sæti með 5 vinninga. þessir þrír urðu efstir í flokki 8-10 bekkjar.
Engin stúlka tók þátt í elsta aldursflokkinum.
Snorri Már Vagnsson vann flokk drengja í 5-7 bekk með 4,5 vinninga, en Hafdís Dröfn Einarsdóttir varð efst stúlkna í 5-7 bekk með 4 vinninga.
Julia Renata Górczynska varð efst stúlkna í 4 bekk og yngri með 3,5 vinninga og Páll Svavarssson varð efstur drengja í 4 bekk og yngri með 3 vinninga.
Lokastaðan:
1-2 Snorri Hallgrímsson, B 1323 6.5 22.5
Hlynur Snær Viðarsson, B 1096 6.5 22.5
3-4 Starkaður Snær Hlynsson, L 900 5 22.5
Valur Heiðar Einarsson, B 1154 5 22.0
5 Snorri Már Vagnsson, S 500 4.5 21.0
6-11 Eyþór Kári Ingólfsson, S 500 4 22.0
Bjarni Jón Kristjánsson, L 700 4 20.0
Ari Rúnar Gunnarsson, R 600 4 18.0
Stefán Örn Kristjánsson, R 500 4 17.0
Hafdís Dröfn Einarsdóttir B 700 4 16.5
Jakub Piotr Statkiewicz L 600 4 16.0
12-14 Jón Aðalsteinn Hermannsso, L 700 3.5 20.0
Júlia B 300 3.5 16.5
Hrund Óskarsdóttir B 700 3.5 12.0
15-19 Páll Svavarsson B 400 3 18.5
Helgi Þorleifur Þórhallss, R 500 3 17.5
Bergþór Snær Birkisson, B 300 3 17.0
Margrét Halla Höskuldsdót, B 300 3 15.5
Helgi James Þórarinsson, R 600 3 14.5
20-21 Mikael Frans B 300 2 17.5
Brynja Björk Höskuldsdótt, B 200 2 17.0
22-23 Agnes Björk Ágútsdóttir B 200 1.5 15.0
Valdemar Hermannsson, L 200 1.5 15.0
Alls tóku 23 börn á öllum aldri þátt í mótinu og komu keppendur frá Borgahólsskóla á Húsavík. Stórutjarnaskóla, Litlulaugaskóla og úr Reykjahlíðarskóla.
Teflar voru 7 umferðir og voru tímamörk 7 mín á mann í hverri skák.
