10.4.2010 kl. 16:02
Snorri og Hafrún sýslumeistarar í skólaskák.
Snorri Hallgrímsson og Hafrún Huld Hlinadóttir urðu í dag sýslumeistarar í skólaskák. Snorri vann yngri flokkinn með fullu húsi vinninga, en Hafrún var eini keppandinn í eldri flokki að þessu sinni.

Tryggvi, Steingrímur, Hafrún, Snorri, Hlynur og Valur.
Alls tóku 6 keppendur þátt í mótinu og var umhugsunartíminn 10 mín á skák.
Úrslitin:
1. Snorri Hallgrímsson 5 vinn af 5 mögul.
2. Hlynur Snær Viðarsson 4
3-5 Valur Heiðar Einarsson 2
3-5 Steingrímur Viðar Karlsson 2
3-5 Tryggvi Snær Hlinason 2
6. Hafrún Huld Hlinadóttir 0
Kjördæmismótið í skólaskák, fyrir norðurland-eystra, verður líklega haldið mánudaginn 19 apríl í Valsárskóla á Svalbarðsströnd.
