5.4.2011 kl. 10:09
Snorri og Hlynur efstir á æfingu.
Snorri Hallgrímsson og Hlynur Snær Viðarsson urðu efstir og jafnir með 3 vinninga á skákæfingu sem fram fór á Húsavík í gærkvöld. Þeir fengu báðir 3 vinninga af 5 mögulegum. Umhugsunartíminn voru 10 mín á mann.
Úrslit kvöldsins:
1-2. Snorri Hallgrímsson 3 af 5
1-2. Hlynur Snær Viðarsson 3
3-5. Sigurbjörn Ásmundsson 2,5
3-5. Heimir Bessason 2,5
3-5. Valur Heiðar Einarsson 2,5
6. Sighvatur Karlsson 1,5
Næsta skákæfing verðu á Húsavík, í kjölfar Aðalfundar Goðans sem hefst kl 20:30 nk. mánudagskvöld.
