25.12.2009 kl. 22:07
Staðan á miðvikudagsæfingunum.
Erlingur Þorsteinsson er efstur í samanlögðum vinningafjölda á miðvikudagsæfingum Goðans það sem af er liðið. Erlingur hefur náð í 57 vinninga á þeim 15 skákæfingum sem farm hafa farið fyrir áramótin. Hermann Aðalsteinsson kemur næstur með 42 vinninga og Smári Sigurðsson er í 3 sæti með 30 vinninga.
Alls hafa 18 skákmenn mætt á eina eða fleiri skákæfingar í vetur.
Staðan um áramót.
1. Erlingur Þorsteinsson 57 vinningar
2. Hermann Aðalsteinsson 42
3. Smári Sigurðsson 30
4. Sigurbörn Ásmundsson 28,5
5. Ármann Olgeirsson 18,5
6. Heimir Bessason 13
7. Ævar Ákason 12
8. Snorri Hallgrímsson 10
9-10. Jóhann Sigurðsson 9
9-10. Hlynur Snær Viðarsson 9
11. Rúnar Ísleifsson 8
12-13. Sighvatur karlsson 7
12-13. Valur Heiðar Einarsson 7
14. Pétur Gíslason 5,5
15. Baldur Daníelsson 4,5
16. Ketill Tryggvason 4
17. Benedikt Þór Jóhannsson 3
18. Árni Garðar Helgason 2,5
Ekki er víst að Erlingur standi uppi í vor sem æfingameistari Goðans, þar sem hann kemur væntanlega ekki á fleiri skákæfingar hjá okkur í vetur. Baráttan mun því standa á milli Hermanns, Smára, Sigurbjörns og Ármanns um titilinn í vor. Aðrir félagsmenn ná þeim félögum varla úr þessu. H.A.
