27.11.2013 kl. 22:14
Stefán Bergsson sigraði á hraðkvöldi
Stefán Bergsson sigraði öruggleg með 6,5v í sjö skákum á hraðkvöldi GM Hellis sem fram fór 25. nóvember sl. Það var aðeins Vigfús Ó. Vigfússon sem gerði jafntefli við kappann í fjórðu umferð. Í öðru sæti varð Vignir Vatnar Stefánsson með 5v og síðan varð Vigfús Ó. Vigfússon í þriðja sæti með 4,5v eins og Örn Leó Jóhannsson en aðeins hærri á stigum. Stefán Bergsson dró svo í lok hraðkvöldsins Sverrir Sigurðsson í happdrættinu og fengu þeir báðir gjafamiða á Saffran.
Næsta skákkvöld í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a verður mánudaginn 2. desember kl. 20 og þá verður einnig hraðkvöld.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
| Röð | Nafn | Vinn. | TB1 | TB2 | TB3 |
| 1 | Stefán Bergsson | 6,5 | 30 | 21 | 27,3 |
| 2 | Vignir Vatnar Stefánsson | 5 | 26 | 19 | 15,5 |
| 3 | Vigfús Vigfússon | 4,5 | 29 | 21 | 16,3 |
| 4 | Örn Leó Jóhannsson | 4,5 | 27 | 19 | 13,8 |
| 5 | Páll Andrason | 4 | 27 | 19 | 11,5 |
| 6 | Sverrir Sigurðsson | 4 | 25 | 18 | 9 |
| 7 | Elsa María Kristínardóttir | 4 | 24 | 17 | 9 |
| 8 | Gunnar Nikulásson | 3,5 | 24 | 17 | 5,75 |
| 9 | Björgvin Kristbergsson | 2,5 | 21 | 15 | 2,75 |
| 10 | Pétur Jóhannesson | 1,5 | 21 | 15 | 2,25 |
| 11 | Steinar Ragnarsson Kamban | 1 | 22 | 16 | 1 |
| 12 | Egill Gautur Steingrímsson | 1 | 21 | 16 | 1,5 |
