6.2.2011 kl. 20:53
SÞA. Jafntefli og tap í 5. umferð.
Hermann Aðalsteinsson gerði jafntefli við Karl E Steingrímsson, en Jakob Sævar tapaði fyrir Hjörleifi Halldórssyni í 5. umferð Skákþings Akureyrar sem tefld var í dag. Skák Rúnars Ísleifssonar og Tómasar Veigars verður tefld annað kvöld.
Smári Ólafsson og Sigurður Arnarson áttust við í 5. umferð í dag.
Í umferðinni í dag urðu þau stórtíðindi, að Sigurður Arnarbur, sem vann fyrstu fjórar skákir sínar sannfærandi, beið nú lægri hlut fyrir fyrrverandi Norðurlandameistaraatvinnubílstjóra. Þá tapaði nafni hans Eiríksson annarri skák sinni á mótinu fyrir ungstirninu Mikael J. Karlssyni.
Þeir Arnarbur, Smári og Mikael eru því efstir þegar 5 umferðum er lokið af 7 með 4 vinninga. Næstur kemur svo“Kortsnoj norðursins“, hinn síungi Grænlandsfari Karl Egill Steingrímsson með 3 vinnings. Sveitamennirnir Hjörleifur og Hermann hafa 2,5 vinning ásamt yngisforseta mótsins, Jóni „Jokko“ Þorgeirssyni. Annarhvor þeirra Tómasar hins veigamikla og Rúnars hins ískalda gætu þó skotist upp að hlið Kortsnojs eftir skák morgundagsins. Spennan er samkvæmt þessu nánast óbærileg, en mótinu mun samt ljúka sunnudaginn. (Af heimasíðu SA)
Staðan eftir 5 umferðir:
Smári Ólafsson 4
Mikael Jóhann Karlsson 4
Sigurður Arnarson 4
Karl Egill Steingrímsson 3
Sigurður Eiríksson 2,5
Hermann Aðalsteinsson 2,5
Hjörleifur Halldórsson 2,5
Jón Kristinn Þorgeirsson 2,5
Tómas Veigar Sigurðarson 2+ frestuð skák
Rúnar Ísleifsson 2+ frestuð skák
Jakob Sævar Sigurðsson 2
Andri Freyr Björgvinsson 2
Hersteinn Heiðarsson 1
Skákirnar eru hér:
