13.4.2008 kl. 21:29
SÞN 2008. Jakob og Tómas fengu stigaverðlaun.
Okkar menn tefldu vel í loka umferðinni á skákþingi norðlendinga sem lauk í dag.
Ármann vann Davíð Örn Þorsteinsson og endaði í 20 sæti með 2,5 vinninga.
Tómas Veigar vann Sindra Guðjónsson og endaði í 8. sæti með 4 vinninga. Tómas fékk verðlaun skákmanna undir 2000 stigum ásamt Sigurði Arnarssyni.
Jakob Sævar tefldi við Áskel Örn Kárason og knúði fram jafntefli í 56 leikjum í hörku skák. Frábær frammistaða hjá Jakob því stigamunurinn er mikil á þeim. (436 FIDE og 600 Ísl) Jakob endaði í 11 sæti með 4 vinninga og fékk 1. verðlaun af skákmönnum undir 1800 stigum annað árið í röð.
Stefán Bergsson varð Norðurlandsmeistari með 4,5 vinninga.
Áskell Örn Kárason varð Norðurlandsmeistari í hraðskák með yfirburðum og fékk 9 vinninga af 9 mögulegum. Jakob Sævar varð í 4-7 sæti með 5 vinninga og Tómas Veigar varð í 8-9 sæti með 4,5 vinninga. H.A
