23.11.2009 kl. 16:32
SÞN 2010 GAMLA BAUK. HÚSAVÍK.

Skákþing Norðlendinga 2010 verður haldið á Gamla Bauk (Skipasmíðastöðin) á Húsavík, daganna 16-18 apríl nk. Tefldar verða 7 umferðir eftir monrad-kerfi, 4 atskákir og 3 kappskákir. Mótið verður reiknað til Íslenskra skákstiga og til FIDE skákstiga.
Dagskrá:
1-4 umferð kl 20:00 föstudaginn 16 apríl (atskák 25 mín)
5. umferð kl 10:30 laugardaginn 17 apríl 90 mín + 30 sek /leik
6. umferð kl 16:30 laugardaginn 17 apríl 90 mín + 30 sek / leik
7. umferð kl 10:30 sunnudaginn 18 apríl 90 mín + 30 sek /leik
Skákstjóri verður Ólafur Ásgrímsson.
Hraðskákmót Norðlendinga 2010 verður svo haldið að loknu Skákþinginu á sunnudeginum.
Matseðillinn.
Föstudagur 16 apríl
Kvöldmatur 19:00-20:00
Sveppasúpa
Fiskur dagsins með spínati og rjómasósu kr 1890
Laugardagur 17 apríl
Hádegismatur 12:30-14:30
Hamborgari með salati og kartöflubátum kr.1590
kvöldmatur 19:00-20:30
Ofnsteikt lambalæri með soðsósu og kartöflugratini kr. 2200
Sunnudagur 18 apríl
Hádesimatur 12:30-14:30
Pasta með sveppum og sinku kr. 1490
Enski boltinn á breiðtjaldi á Gamla Bauk, milli umferða á laugardeginum !
Síðan verður boðið uppá skoðunarferðir á Reðursafnið, Hvalasafnið og Safnahúsið á laugardeginum.
Gamli Baukur skiptist í Skipasmíðastöðina, Gamla Bauk niðri og Bauksrisið.
Skipasmíðastöðin.

Í þessum sal verður teflt. Salur sem tekur allt að 100 manns sem tónleikasalur en um 80 manns í sitjandi veislur. Skipasmíðastöðin hentar mjög vel til tónlistarflutnings og er rómuð fyrir góðan hljómburð. Fundaraðstaða er þar með ágætum en m.a. er að finna í salnum eftirtalinn búnað:
Fundaraðstaða/sýningaaðstaða:
- Breiðtjald
- Dell skjávarpi
- Þráðlaust net
- Stafrænt sjónvarp Símans
- DVD spilari
- Ræðupúlt

Svalirnar í Skipasmíðastöðinni. Hér verður líka teflt ef mikil þátttaka verður í mótinu. (Séð niður í aðal salinn.)
Bauksrisið
Bauksrisið ofan aðalsalarins tekur 20 manns við langborð í vesturstafni með skemmtilegu útsýni yfir höfnina. Í austurstafni loftsins er sófasett og að auki við langborðið eru þrjú 2ja til 3ja manna borð. Hér verður hægt að stúdera.

Veitingasalurinn. Hér borða keppendur á SÞN 2010. Hér verður líka hægt að stúdera

Barinn í veitingasalnum. Hér verður hægt að……
Keppendur borða hádegis og kvöldverði á Gamla Bauk á meðan á mótinu stendur. Verðtilboð vætanlegt þegar nær dregur.

Gamli Baukur er við höfnina. Hafnarstétt 9. (Beint neðan við kirkjuna.)
Gistimöguleikar á Húsavík.
Kaldbakskot við Húsavík. http://cottages.is
Bókunarsímanúmer er 8921744 (Snædís)
Tilboð A. Fyrir skákmenn !
Gisting í 2ja manna húsi kr. 7,500 nóttin, (aukapersóna 1.500 kr)
Smáhýsi á einni hæð (20 fermetrar) Eitt svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og svefnsófi í stofu.
WC/sturta, kæliskápur, Sjóvarp útvarp. Örbylgjuofn kaffivél, brauðrist.
Frítt fyrir börn undir 18 ára.


(Smellið á mynd til að stækka hana)
Gestir hafa með sér rúmföt (sængurver, koddaver og lök) og handklæði.
Gestir geta leigt rúmföt og handklæði kjósi þeir það. Verð 12 evrur /mann.
Gestir sjá sjálfir um þrif við brottför, en geta keypt þrif kjósi þeir það. Verð 19 evrur
Gestir geta keypt morgunmat.(lágmark 6 manns í morgunmat) en annars geta þeir eldað sjálfir morgunmat.
Tilboð B fyrir skákmenn !
Gisting í 4ra manna húsi kr. 9,500 nóttin, (aukapersóna kr 1.500)


(Smellið á mynd til að stækka.)
Smáhýsi (20 fermetrar) með svefnlofti (8 fermetrar) þar sem allt að 3 geta sofið á dínum. Eitt svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og svefnsófi í stofu.WC/sturta, kæliskápur, Sjóvarp útvarp. Örbylgjuofn kaffivél, brauðrist. Frítt fyrir börn undir 18 ára aldri.
Gestir hafa með sér rúmföt (sængurver, koddaver og lök) og handklæði.
Gestir geta leigt rúmföt og handklæði kjósi þeir það. Verð 12 evrur /mann
Gestir sjá sjálfir um þrif við brottför, en geta keypt þrif kjósi þeir það. Verð 19 evrur
Gestir geta keypt morgunmat.(lágmark 6 manns í morgunmat) en annars geta þeir eldað sjálfir morgunmat.
Skákfélagið Goðinn mælir með Kaldbaks húsunum !
Aðrir möguleikar:
Askja Gistihús http://www.husavikguesthouse.is/accommodation/
Laugabrekku 16

Hamrahlíð Guesthouse Héðinsbraut 15 640 – Húsavík Tel: 858 7457
Árból http://arbol.1.is/IS/index.cfm

Sigtún http://www.gsigtun.is/

Fosshótel Húsavíkur http://www.fosshotel.is/is/hotel/fosshotel_husavik.php


