30.5.2011 kl. 23:44
Stigamót Hellis. Einar Hjalti Jensson meðal þátttakenda.
Stigamót Hellis hefst annað kvöld kl 19:30 með 4 atskákum. Okkar maður, Einar Hjalti Jensson, er skráður til keppni.
Einar Hjalti Jensson.
Nú tæpum tveimur sólarhringum fyrir mót hafa 20 keppendur skráð sig til leiks og er Einar Hjalti næst stigahæstur. Fylgst verður með gengi Einars hér á síðunni.
