Enski stórmeistarinn Simon Williams mun tefla á Afmælismót Goðans sem fram fer í Skjólbrekku 13-16 mars 2025. Það eru mikil tíðindi þar sem hann er fyrsti stórmeistarinn sem staðfestir þátttöku í mótinu og einnig fyrsti erlendi keppandinn á mótinu. Stórmeistarinn Simon Williams er vel þekktur í skákheiminum og hefur teflt áður á mótum á Íslandi. Það er óhætt að segja að það ríki mikil tilhlökkun meðal Goðamanna að fá hann á mótið.
Opnað var fyrir skráningu í móti í fyrri hluta desember og nú þegar hafa 12 keppendur staðfest þátttöku, auk Simon Williams. Það á meðal eru alþjóðlegu meistararnir, Björn Þorfinnsson, Dagur Ragnarsson, Áskell Örn Kárason og Fide meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson, auk heimamanna.
Heimasíða mótsins
Skráning í mótið
Chess-results
Hægt er að fylgjast með skráningu á mótið hér fyrir neðan.