17.2.2011 kl. 10:17
Stúdering og skákæfing.
Í gærkvöld var skákstúderingakvöld Goðans haldið á Húsavík og í Hafnarfirði, en þessar stúderingar er liður í undirbúningi Goðans fyrir seinni hluta íslandsmóts skákfélaga sem fer fram 4-5 mars nk.
Einar Hjalti Jensson stjórnaði stúderingunum frá suðvestur goðorði Goðans í Hafnarfirði norður til Húsavíkur gegnum Skype.
Stúderingunum lauk kl 22:00 og þá var tekin létt skákæfing og tefldar hraðskákir. Hermann lagði alla andstæðinga sína og varð efstur með 5 vinninga.
Úrslit kvöldsins:
1. Hermann Aðalsteinsson 5 vinn af 5 mögul.
2-3. Sigurbjörn Ásmundsson 3
2-3. Valur Heiðar Einarsson 3
4-5. Sighvatur Karlsson 1,5
4-5. Hlynur Snær Viðarsson 1,5
6. Snorri Hallgrímsson 1
Skákþing Goðans hefst kl 20:00 á föstudaginn og eru 11 keppendur nú þegar skráðir til leiks.
