Tap fyrir Austfirðingum.

Skáksveit Goðans tapaði fyrir skáksveit SAUST (skáksamband Austurlands) í atskákkeppni sem fram fór á hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit í dag.  SAUST-menn fengu 18 vinninga en Goðinn aðeins 7 vinninga.  Keppnin fór þannig fram að félögin stilltu upp 5 manna liði og allir tefldu eina skák við alla úr liði andstæðinganna. Tefldar voru skákir með 25 mín á mann.

Albert Ó Geirsson og Sverrir Gestsson fóru hamförum í liði SAUST og fengu 4,5 vinninga hvor.
Magnús Valgeirsson krækti í 4 vinninga, Viðar Jónsson landaði 3 vinningum og Guðmundur Ingvi Jóhannsson fékk 2 vinninga.

Í liði heimamanna (Goðans) stóð Baldvin þ Jóhannesson sig vel og fékk 2,5 vinninga, en aðrir fengu færri vinninga og áttu almennt séð slæman dag.

Segja má að nú hafi SAUST menn náð fram hefndum gegn Goðanum því hingað til hafa skáksveitir Goðans unnið Austfirðinga.  Sjá má myndir frá mótinu í myndaalbúmi hér til hliðar. H.A.