6.3.2010 kl. 01:39
Tap hjá A-sveit. Sigur hjá B-sveit.
A-sveit Goðans tapði fyrir Víkingasveitinni 1,5 – 4,5. Jón Þorvaldsson, Sindri Guðjónsson og Smári Sigurðsson gerðu jafntefli, en aðrar skákir töpuðust.
B-sveitin vann góðan sigur á liði TR-e 5 – 1. Pétur, Rúnar, Ævar, Hermann og Sighvatur unnu sínar skákir, en Sigurbjörn tapaði. Hermann og Sighvatur unnu sínar skákr eftir aðeins 30 mín því enginn andstæðingur mætti til leiks.
Ekki er ljóst hverjir andstæðinga liðanna verða á morgun.
