Tún á Húsavík.
Smári Sigurðsson, Ádám Gulyás og Kristján Ingi Smárason urðu efstir og jafnir með 3,5 vinninga á fyrstu skákæfingu ársins 2026 sem fram fór í Túni á Húsavík í gærkvöld. Rúnar Ísleifsson fékk 3 vinninga, Hilmar Freyr Birgisson fékk 1,5 vinning en Viðar Njáll komst ekki á blað vinning.
Tímamörk voru 7+2 og allir tefldu við alla. Reiknað er með að næsta skákæfing hefjist kl 20:00 mánudaginn 12. janúar
