Skákæfing í Túni
Smári Sigurðsson, Adam Ference Gulyas og Kristján Ingi Smárason urðu efstir og jafnir með 4 vinninga á skákæfingu sem fram fór í Túni sl. mánduagskvöld. Ævar fékk 2, Hilmar 1 og Sergio varð neðstur án vinnings. Tímamörk voru 10 mín og allir tefldu við alla.
Næsta skákæfing verður kl 20:30 nk. mánudagskvöld 8 september í Túni.
Skákþing norðlendinga fer fram um helgina á Akureyri. Adam Ferenc Gulyas verður eini keppandi Goðans á mótinu að þessu sinni.
