23.1.2011 kl. 20:32
Þrír félagsmenn taka þátt í Skákþingi Akureyrar.
Rúnar Ísleifsson, Jakob Sævar Sigurðsson og Hermann Aðalsteinsson hófu leik á skákþingi Akureyrar í dag. Í fyrstu umferð gerði Rúnar jafntefli við Jón Kristinn Þorgeirsson, Jakob Sævar tapaði fyrir Sigurði Eiríkssyni og Hermann tapaði fyrir Smára Ólafssyni.
Önnur umferð verður tefld kl 19:30 á miðvikudag. Þá tefla okkar menn svona:
Rúnar Ísleifsson – Sigurður Arnarson
Jakob Sævar Sigurðsson – Mikael Jóhann Karlsson
Ásmundur Stefánsson – Hermann Aðalsteinsson
Alls taka 14 skákmenn þátt í mótinu en tefldar verða 7 umferðir.
Sjá nánari úrslit, stöðu og skákir á heimasíðu SA, hér:
http://www.skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/entry/1136000/