9.2.2011 kl. 11:43
Þröstur Árnason orðinn Goði.
Það sætir tíðindum þegar knáir kappar setjast að tafli á ný eftir langa brottvist. Nú er það tíðinda að Fide-meistarinn öflugi, Þröstur Árnason (2288), er genginn til liðs við Goðann. Þar hittir hann fyrir fleiri kappa sem hafa tekið gleði sína á ný við skákborðið og nægir þar að nefna Ásgeir P. Ásbjörnsson, sem hafði líkt og Þröstur löngu lagt taflið á hilluna. Goðanum og skákhreyfingunni er mikill fengur að endurkomu slíkra snillinga sem auðga og efla íslenska skákflóru.

Þröstur Árnason.
Þröstur vakti verulega athygli þegar hann sigraði á Skákþingi Reykjavíkur árið 1986, þá aðeins 13 ára að aldri, og yngstur allra fyrr og síðar til að bera þann titil. Reyndar var þetta tvöfaldur sigur hjá Þresti því að hann sigraði á tvennum vígstöðvum í senn, í opnum flokki og í unglingaflokki, og skækði þar engu minni
köppum en jafnaldra sínum Hannesi Hlífari Stefánssyni og Héðni Steingrímssyni, svo að fáeinir séu nefndir.
Glæstasti árangur Þrastar er Evrópumeistaratitil skákmanna 16 ára og yngri árið 1988 sem vakti athygli víða um lönd og var mikið fjallað um hér heima. Meðal annarra afreka þessa geðþekka skákmanns má nefna að hann varð tvöfaldur Norðurlandamestari með skáksveit Seljaskóla, fjórfaldur Norðurlandsmeistari með skáksveit Menntaskólans við Hamrahlíð og vann einstaklingskeppnina að auki. Þá eru ótalin fjölmörg önnur
afrek þessa efnilega skákmanns sem hætti þátttöku í skákmótum aðeins rúmlega tvítugur að aldri og hefur nánast ekkert komið við sögu á skáksviðinu undanfarinn áratug.
Goðinn býður Þröst velkominn í raðir félagsins.
