Þröstur Þórhallsson sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem fram fór á dögunum í Landsbankanum, Austurstræti. Þröstur, sem var í forystu allt mótið, hlaut 9½ vinning í 11 skákum. Stefán Kristjánsson varð annar en hann hlaut einnig 9½ vinning en var á lægri á stigum.
Jóhann Hjartarson varð þriðji með 9 vinninga og Björn Þorfinnsson og Helgi Ólafsson urðu í 4.-5. sæti með 8 vinninga.
Þröstur var í miklum ham á mótinu. Hann vann fyrstu sjö skákirnar, gerði jafntefli við Stefán í áttundu umferð og vann svo tvær næstu. Tap gegn Helga Ólafssyni í lokaumferðinni kom ekki að sök.
Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Þrastar en hann hampaði einnig titlinum 1987, 1997 og 1998. 18 ára bið á enda!
Árangur Stefáns var einnig frábær á mótinu.
Eins og venjulega voru ýmiss aukaverðlaun veitt. Aukaverðlaunahafar voru sem hér segir:
- 2001-2200: Hrafn Loftsson
- Undir 2000: Gauti Páll Jónsson
- Öldungaverðlaun: Jón Þorvaldsson
- Kvennaverðlaun: Veronika Steinunn Magnúsdóttir
- Drengjaverðlaun: Vignir Vatnar Stefánsson
- Stúlknaverðlaun: Freyja Birkisdóttir
- Útdreginn heppinn keppandi: Arnaldur Loftsson
Það er Bergsteinn Einarsson, starfsmaður bankans, sem afhendi verðlaun að loknu móti. Skákstjórar voru Páll Sigurðsson og Ólafur S. Ásgrímsson.
- Mótstöflu á finna á Chess-Results.
- Myndaalbúm (Andri Marinó Karlsson)
MYNDAGALLERÍ
[dt_divider style=”thick” /]