Töfluröð Íslandsmóts skákfélaga

Dregið var í fyrstu og aðra deild Íslandsmóts skákfélaga sem fram fer í október nk. A-lið Goðans-Máta mætir B-liði Goðans-Máta í fyrstu umferð. A-liðið fær svo Bolvíkinga í 2. umferð, TR-b í 3.umferð, A-lið Víkingaklúbbsins í 4. umferð og A-lið Taflfélags Reykjavíkur í 5. umferð. 

Töfluröðin er sem hér segir:

1 Víkingaklúbburinn A
2 Taflfélag Reykjavíkur A
3 Hellir A
4 Goðinn-Mátar A
5 Taflfélag Vestmannaeyja A
6 Skákdeild Fjölnis A
7 Goðinn-Mátar B
8 Taflfélag Bolungarvíkur A
9 Taflfélag Reykjavíkur B
10 Skákfélag Akureyrar A

B-lið Goðans Máta fær TV-a í 2. umferð, Fjölni-A í 3. umferð, SA-a í 4. umferð og svo Bolvíkinga í 5. umferð. 

Töfluröð í 2. deild er sem hér segir:

 

   
1 Taflfélag Akraness
2 Skákdeild Hauka
3 Vinjar A
4 Skákfélag Reykjanesbæjar A
5 Taflfélag Bolungarvíkur B
6 Taflfélaga Vestmannaeyja B
7 Víkingaklúbburinn B
8 Taflfélag Garðabæjar A

Dregið verður í 3 og 4. deild við upphaf Íslandsmóts skákfélaga í október.