20.8.2011 kl. 13:29
Tómas ofarlega á Stórmóti TR og Borgarskákmótinu.
Í vikunni voru haldin tvö árleg skákmót í Reykjavík. Þetta voru Stórmót TR og Árbæjarsafns, sem haldið var á Árbæjarsafni og Borgarskákmótið sem haldið var í Ráðhúsi Reykjavíkur. Okkar maður, Tómas Björnsson tók þátt í þeim báðum og náði í 3. sætið á Stórmóti TR og 2-3 sæti á Borgarskákmótinu. Snyrtilega gert hjá Tómasi.
Tómas Björnsson.
Á báðum mótunum voru tefldar 7. umferðir með 7 mín skákum.
Tómas fór taplaus í gegnum Stórmót TR og var eini keppandi Goðans á því móti.
Tómas var ekki eini keppandinn frá Goðanum á Borgarskákmótinu því Sigurður Daði Sigfússon tók þátt í því og varð í 7-19. sæti með 5 vinninga.
Sigurður Daði Sigfússon (tv)
Sjá nánar hér: http://www.skak.blog.is/blog/skak/entry/1185460/
