15.2.2014 kl. 14:17
Tómas og Vigfús efstir eftir fimm umferðir
Tómas Veigar og Vigfús unnu báðir sínar skákir í 5. umferð sem fram fór í morgun á unglingamóti GM-Hellis og eru efstir með 4,5 vinninga. Óskar Víkingur er með 3,5 vinninga eftir jafntefli við Hlyn Snæ í þriðja sæti. Jafnir í 4-6. sæti eru þeir Heimir Páll, Hermann og Jón Aðalsteinn með 3 vinninga.
Nokkrir ungir skákmenn eru að taka þátt í sínu fyrsta alvöru skákmóti.

Magnús Máni Sigurgeirsson.

Kristján Davíð Björnsson th.

Adam Omarsson.

Stefán Bogi Aðalsteinsson og Ari Ingólfsson.
