18.12.2007 kl. 23:57
Tómas Veigar Hraðskákmeistari Goðans 2007
Tómas Veigar Sigurðarson varð efstur á Hraðskákmóti skákfélagsins Goðans sem fram fór á Fosshóli í Þingeyjarsveit í kvöld og er því Hraðskákmeistari félagsins 2007. Tómas fékk 12 vinninga af 13 mögulegum. Baldur Daníelsson var sá eini sem náði að vinna Tómas. Smári Sigurðsson, hraðskákmeistari Goðans frá því í fyrra, varð annar af félagsmönnum Goðans með 9 vinninga og Rúnar Ísleifsson varð þriðji með 8,5 vinninga. Alls tóku 14 keppendur þátt í mótinu. Úrslit urðu eftirfarandi :
1. Tómas Veigar Sigurðarson 12 af 13 mögul. gull
2. Sigurður Eiríksson (S.A.) 11
3. Sindri Guðjónsson (T.G.) 9,5
4. Smári Sigurðssson 9 silfur
5. Rúnar Ísleifsson 8,5 brons
6. Jakob Sævar Sigurðsson 8
7. Baldur Daníelsson 7,5
8. Sigurbjörn Ásmundsson 6
9. Hermann Aðalsteinsson 5
10. Ármann Olgeirsson 4,5
11. Jóhann Sigurðsson 3,5
12. Heimir Bessason 3
13. Benedikt Þór Jóhannsson 2 gull
14. Ketill Tryggvason 1,5
Benedikt Þór sigraði í flokki 16 ára og yngri með 2 vinninga. Sigurður og Sindri kepptu sem gestir á mótinu þar sem þeir eru ekki félagsmenn í Goðanum. H.A.