Taflfélag Reykjavíkur sigraði á Íslandsmóti unglingasveita eftir jafna og spennandi keppni við Skákfélagið Huginn. Þegar upp var staðið skyldi aðeins hálfur vinningur að TR og Skákfélagið Huginn sem lenti í öðru sæti. Þessar sveitir voru sér á parti í mótinu. B-sveit TR krækti í bronsið eftir harða baráttu. Það voru 20 sveitir sem tóku þátt í mótinu, en það er metþátttaka.
Það var ljóst frá byrjun að keppnin yrði jöfn og spennandi. Liðsmenn TR virkuðu aðeins værukærir í byrjun og misstu niður 1v gegn eigin b-sveit í fyrstu umferð og svo hálfa vinning gegn eigin c-sveit í 3. umferð en unnu eigin g-sveit 4-0 í 2. umferð. Á meðan vann Huginn a-sveit sína b-sveit 4-0 og d-sveit TR með sama mun en Fjölnir a með minnsta mun 2,5 – 1,5 í 3. umferð. Þar með var staðan jöfn fyrir viðureign Hugins og TR í fjórðu umferð. Sú viðureign var æsispennandi og endaði með 2-2 jafntefli. Stöðurnar á borðunum gáfu um tíma vonir um ennþá hagstæðari úrslit en fyrirfram hefðum við verið mjög sáttir við þessi úrslit. Það er oft þannig að sveitir sem eru sterkari fá aðeins fleiri vinninga heldur en stöðurnar gefa tilefni til. Í lokaumferðunum missti Huginn niður hálfan vinning gegn b-sveit TR á meðan TR tapaði ekki niður punkti, þótt þeir mættu meðal annars a sveit Fjölnis og b-sveit Hugins. Okkur gafst þar aftur færi á að vinna mótið í gegnum b-sveitina en reynsluleysi kom í veg fyrir það.
Huginn var með 4 sveitir á mótinu. C-sveitinni gekk ágætlega og endaði í 5. sæti. Sveitin vann veikari sveitir stórt en tapaði stórt á móti efstu þremur sveitum en var samt í öllum tilvikum nálægt því að fá vinninga á móti þeim en herslumuninn vantaði. C- og d-sveitirnar náðu sér ekki alveg á strik í mótinu þótt ekki vantaði mikið upp á en það kemur bara næst.
Myndagallerí
[slideshow_deploy id=’2931′]
Sveitir Hugins
A-sveit Hugins skipuðu:
- Hilmir Freyr Heimisson
- Dawid Kolka
- Felix Steinþórsson
- Heimir Páll Ragnarsson
B-sveit Hugins skipuðu:
- Óskar Víkingur Davíðsson
- Alec Elías Sigurðsson
- Halldór Atli Kristjánsson
- Sindri Snær Kristófersson
C-sveit Hugins skipuðu:
- Birgir Ívarsson
- Axel Óli Sigurjónsson
- Egill Úlfarsson
- Óttar Örn Bergmann Sigfússon
Vm. Þórdís Agla Jóhannsdóttir
D-sveit Hugins skipuðu:
- Stefán Orri Davíðsson
- Brynjar Haraldsson
- Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson
- Birgir Logi Steinþórsson
Vm. Adam Omarsson
Borðaverðlaun hlutu:
- 1. Vignir Vatnar Stefánsson 6,5 v. af 7, TR-a
- 2. Dawid Kolka 6,5 v. af 7, Huginn-a
- 3. Björn Hólm Birkisson 6,5 v. af 7, TR-a
- 3. Felix Steinþórsson, 6,5 v. af 7, Huginn-a
- 4. Heimir Páll Ragnarsson, 6 v. af 7 af Huginn-a
Mótið var haldið í Garðaskóla í Garðabæ og það var Taflfélag Garðabæjar sem hélt mótið. Skákstjórn var í höndum Páls Sigurðssonar, formanns TG, og dóttur hans, Sóleyjar Lindar.