26.9.2009 kl. 22:24
Tveir sigrar hjá A-sveitinni.
A-sveit Goðans vann tvo góða sigra í dag. Í 2. umferð lagði A-sveitin Taflfélag Snæfellsbæjar 4 – 2.
Barði og Sigurður Jón unnu sína andstæðinga en aðrir gerðu jafntefli.
Í 3. umferð vann sveitin TV-B 3,5 – 2,5. Jakob og Sindri unnu sína andstæðinga. Erlingur, Barði og Sigurður Jón gerðu jafntefli. Smári tapaði sinni skák. A-sveitin er í 7. sæti með 11,5 vinninga.
B-sveitin vann stóran sigur á sveit Hauka og TG 6 – 0 í 2. umferð, en tapaði svo stórt fyrir UMSB o,5 – 5,5 í 3. umferð. B-sveitin er í 25. sæti með 7 vinninga.
Í 4. umferð teflir A-sveitin við KR-e en B-sveitin mætir UMFL. H.A.
