Þó svo að það sé meira en heilt ár þangað til Sel Hótel Mývatn Open skákmótið fer fram í Skjólbrekku í Mývatnssveit, er skipulagning mótsins löngu hafin. Sel Hótel verður aðal styrktaraðili mótsins og heitir því mótið eftir því. Við reiknum með talsvert fleiri keppendum en á afmælismóti Goðans og erum við þessa dagana að semja við Sel Hótel og Gistiheimilið á Skútustöðum um gistpakka fyrir væntanlega keppendur.

Einn að mikilvægu þáttunum fyrir undirbúning á svona móti er að fá sterka erlenda keppendur til að vera með. Nú þegar eru all góðar líkur á að stórmeistarinn Simon Williams frá Englandi (2426), stórmeistari kvenna Keti Tsatsalashvili (2305) frá Georgíu og Łukasz Turlej (2105) frá Póllandi verði með á mótinu.
Formleg skráning í mótið er langt frá því hafin, en það er búið að koma mótinu á framfæri erlendis sem og innanlands og má segja að viðbrögð hafi verið mjög jákvæð.

Mótið verður með sama hætti og afmælismót Goðans í mars sl. 6 umferðir verða tefldar og leyfilegt að taka tvisvar hálfs vinnings yfirsetu (bye) í mótinu.
Bryddað verður upp á þeirri nýbreytni að fari keppendafjöldinn yfir 64 verður mótinu skipt í tvo styrkleikaflokka, 2000 elo og yfir og undir 2000 elo. Það er vegna þess að ekki er mælt með fleiri keppendum en 64 í 6 umferða móti og því verður mótinu skipt í tvo flokka ef svo fer að 65 keppendur eða fleiri vilji vera með í mótinu. Titilhöfum með 1900 til 1999 elo stig verður þó gefin kostur á því að velja á milli flokka. Miðað verður við skákstigalista FIDE 1. nóvember 2026

Stefnt er að því að hafa allar skákir í öllum umferðum í beinni útsendingu á netinu líkt og í Afmælismótinu.
Í undirbúningi er að vera með rútuferð frá BSÍ í Reykjavík til Skjólbrekku snemma á fimmtudeginum og svo til baka eftir mót á sunnudeginum, til að auðvelda þátttöku skákmanna af höfuðborgarsvæðinu.
Skipulagning mótsins er komin vel á veg og má búast við því að opnað verði fyrir skráningar á vordögum 2026.

Allar nánari upplýsingar um mótið veitir Hermann Aðalsteinsson í síma 8213187. Einnig er hægt að senda póst á lyngbrekku@simnet.is
