13.2.2014 kl. 12:43
Unglingamót GM-Hellis hefst í Árbót á morgun
Um helgina fer fram Unglingamót GM-Hellis í Árbót í Aðaldal. Mótið er hugsað sem æfingamót fyrir unglinga en verður þó reiknað til fide og ísl-stiga og þeir sem eldri eru fá einnig að vera með. Það er ókeypis í mótið og allir sem koma að sunnan fá ókeypis gistingu og fæði í Árbót á meðan á mótinu stendur.

Tefldar verða 4 atskákir og 3 kappskákir og verður 1. umferð líklega kl 19:00-19:30 á morgun.
á laugardeginum verða svo tvær kappskákir á dagskrá og svo ein á sunnudeginum.
Milli umferða á laugardeginum verður boðið upp á drátt á vélsleðum í nágrenni Árbótar til að skemmta þeim sem yngri eru og kannski líka þeim eldri.
Væntanlega verða 15-20 keppendum á öllum aldri með í mótinu og því pláss fyrir fleiri unga sem aldna, úr öðrum félögum.
Hægt er að skrá sig til leiks hjá formanni, í síma 4643187 eða 8213187.
