31.1.2009 kl. 19:40
Úrslit barna- og unglingaskákmóts Skákskóla Íslands á Húsavík
Í tilefni af heimsókn Skákskóla Íslands til Húsavíkur var efnt til barna- og unglingaskákmóts laugardaginn 31.janúar. Mótið var beint í framhaldi af námskeiði Skákskólans sem hófst kl.10 um morgunin. Þrátt fyrir leiðindarveður mættu yfir 20 börn og unglingar til leiks og komu svo margir að auki sérstaklega til að tefla í mótinu. Þáttakan verður að teljast hreint prýðileg því að fjöldi efnilegra skákkrakka voru upptekin við að keppa í hinum ýmsu íþróttum á sama tíma og áttu því ekki heimangengt að þessu sinni.
Keppnin var afar hörð og skemmtileg en þegar upp var staðið tókst Sæþóri Erni Þórðarsyni að leggja alla andstæðinga sína að velli og hlaut því sjö vinninga af sjö mögulegum. Í öðru sæti var Hlynur Snær Viðarsson með sex vinninga og þeir Snorri Hallgrímsson, Freyþór Hrafn Harðarson og Ágúst Már Gunnlaugsson voru í 3-5.sæti með 5 vinninga.
Mótinu var svo slitið með því að allar keppendur fengu afhent bókaverðlaun og mátti sjá mörg skælbrosandi barnaandlit á verðlaunafhendingunni.
Að lokum þakkaði Björn Þorfinnsson, forseti Skáksamband Íslands, svo kærlega fyrir höfðingalegar móttökur heimamanna og þann áhuga sem að börnin og unglingarnir sýndu framtakinu.
Úrslit mótsins voru á þessa leið:
1. Sæþór Örn Þórðarson 7 v.
2. Hlynur Snær Viðarsson 6 v.
3. Snorri Hallgrímsson 5 v.
4. Freyþór Hrafn Harðarson 5 v.
5. Ágúst Már Gunnlaugsson 5 v.
6. Ólafur Erik Ólafsson Foelshe 4.5 v.
7. Magnea Rún Hauksdóttir 4.5 v.
8. Ari Rúnar Gunnarsson 4.5 v.
9. Starkaður Snær Hlynsson 4 v.
10. Axel Smári Axelsson 4 v.
11. Inga Freyja Þórarinsdóttir 4 v.
12. Elvar Baldvinsson 3.5 v.
13. Harpa Ólafsdóttir 3.5 v.
14. Helgi James Þórarinsson 3.5 v.
15. Tinna Hauksdóttir 3.5 v.
16. Hrund Óskarsdóttir 3.5 v.
17. Helgi Þorleifur Þórhallsson 3 v.
18. Hjörtur Smári Sigurðsson 3 v.
19. María Júlía Ólafsdóttir Foelshe 3 v.
20. Alexandra Dögg Einarsdóttir 3 v.
21. Stefán Örn Kristjánsson 2.5 v.
22. Birta Guðlaug Sigmarsdóttir 2.5 v.
23. Katla Dröfn Sigurðardóttir 2.5 v.
24. Ragnhildur Halla Þórunnardóttir 2 v.
25. Páll Hlíðar Svavarsson 2 v.
26. Margrét Inga Sigurðardóttir 2 v.
27. Iðunn Bjarnadóttir 1.5 v.
Hægt er að skoða myndir frá mótinu í myndaalbúmi hér til neðar til vinstri á síðunni. H.A.
