28.12.2007 kl. 10:21
Úrslit úr mótum hjá S.A.
Tómas Veigar varð í öðru sæti á fischer-klukku móti sem S.A. hélt þann 20 desember. Tómas fékk 10 vinninga af 14 mögulegum. Gylfi Þórhallsson varð efstur með 11 vinninga.
Jólahraðskákmót Skákfélags Akureyrar fór fram í gær. Tómas Veigar fékk 5 vinninga. Sigurður Arnarsson varð efstur á mótinu með 13 vinninga af 14 mögulegum. H.A.
