22.12.2013 kl. 13:10
Vel heppnað jólapakkaskákmót GM Hellis – Skák er góð fyrir heilann !
Jólapakkamót GM Hellis fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Þetta var í sextánda skipti sem mótið fer fram en mótið hefur verið haldið nánast árlega síðan 1996. Tæplega 150 keppendur tóku í mótinu. Allt frá Peðaskák þar sem keppendur voru niður í þriggja ára og upp í tíundu bekkinga. Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, setti mótið og lék fyrsta leik þess.
Í ræðu sinni talaði Eva um jákvæð áhrif skákiðkunnar. Einnig minntist hún að Jólapakkamótið væri hluti af jólagleði starfsfólks Ráðhússins.
Að lokinni ræðu Evu hófst taflmennska og hart barist í öllum flokkum þótt að leikgleðin væri í fyrirrúmi.
Að móti loknu hófst verðlaunaafhending. Þær mæðgur Edda Sveinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, landsliðskona, höfðu farið mikinn í jólapökkum og höfðu pakkað vel á annað hundrað jólapökkum. Efstu menn í öllum flokkum fengu verðlaun sem og útdregnir heppnir keppendur. Í lok mótsins fór svo fram risahappdrætti þar sem stærstu vinningarnir voru dregnr út. Heppnastur allra varð Bjarki Arnaldarson, sem fékk spjaldtölvu frá Tölvulistanum. Í lok mótsin voru allir keppendur leystir út með gjöfum, nammipoka frá Góu og Andrés andar blaði frá Eddu útgáfu.
Þeir sem gáfu jólagjafirnar voru: Myndform, Salka útgáfa, Sögur útgáfa, Edda útgáfa, Speedo, Nordic Games, Ferill verkfræðistofa, Veröld útgáfa, Bókabeitan útgáfa, Góa, Tölvulistinn, Landsbankinn, Skákskóli Íslands og Skákfélagið GM Hellir.
Eftirtaldir aðilar styrktu mótahaldið: Body Shop ehf, Faxaflóahafnir, G.M Einarsson, Garðabær, Gámaþjónustan, Hjá Dóra matsala, HS Orka, Íslandsbanki, Íslandspil, ÍTR, Kaupfélag Skagfirðinga, Landsbankinn, MP Banki, Nettó í Mjódd, Reykjavíkurborg, SORPA, Suzuki bílar ehf, Talnakönnun ehf og Valitor.
Þeir sem komu að undirbúningi og unnu við mótið voru: Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Davíð Ólafsson, Edda Sveinsdóttir, Elsa María Kristínardóttir, Erla Hlín Hjálmarsdóttir, Gunnar Björnsson, Haraldur Þorbjörnsson, Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Kristín Steinunn Birgisdóttir, Kristín Hrönn Þráinsdóttir, Kristján Halldórsson, Kristófer Ómarsson, Lenka Ptacnikóvá, Ólafur Þór Davíðsson, Páll Sigurðsson, Pálmi Pétursson, Ragnhildur H. Sigurðardóttir, Rúnar Haraldsson, Steinþór Baldursson og Vigfús Ó. Vigfússon, varaformaður GM Hellis sem bar þungan af öllu mótshaldinu.
Um 200 myndir fylgja með fréttinni. Þær tók Rúnar Haraldsson.
Stöð 2 birti ítarlega frétt um mótið þar sem meðal annars var tekið viðtal við nokkra keppendur og Jóhönnu Björg Jóhannsdóttir, landsliðskonu og stjórnarmann í GM Helli. Fréttina má finna á Vísi.
Úrslit í elsta flokki (1998-2000):
Efstu drengir:
- Oliver Aron Jóhannesson (Rimaskóli) 5 v.
- Dawid Kolka (Álfhólsskóli) 4 v.
- Jakob Alexander Peterson (Árbæjarskóli) 3 v.
Efstu stúlkur:
- Sóley Lind Pálsdóttir (Hvaleyrarskóli) 4 v.
- Hildur Berglind Jóhannsdóttir (Salaskóli) 2 v.
- Sólrún Elín Freygarðsdóttir (Árbæjarskóli) 2 v.
Alls tóku 15 skákmenn þátt og var kynjaskipting mjög jöfn í flokknum.
Lokastöðuna má finna á Chess-Results.
Úrslit í næstelsta flokki (2001-02)
Efstu drengir:
- Heimir Páll Ragnarsson (Hólabrekkuskóli ) 4 v.
- Brynjar Bjarkason (Hraunvallaskól) 4 v.
- Felix Steinþórsson (Álfhólsskóli) 3,5 v.
Efstu stúlkur:
- Nansý Davíðsdóttir (Rimaskóli) 4,5 v
- Heiðrún Anna Hauksdóttir (Rimaskóli) 2 v.
Alls tóku 18 skákmenn þátt.
Lokstöðu mótsins má finna á Chess-Results.
Úrslit í næstyngsta flokki (2003-04):
Efstu strákar
- Vignir Vatnar Stefánsson (Hörðuvallaskóli) 5 v.
- Mykhael Kravchuk (Öldusselsskóli ) 5 v.
- Matthías Pálmasson (Hofstaðaskóli) 4 v.
- Axel Óli Sigurjónsson (Salaskóli) 4 v.
- Bjartur Máni Sigurmundsson (Melaskóli ) 4 v.
- Brynjar Haraldsson (Ölduselsskóli ) 4 v.
- Davíð Dimitry (Austurbæjarskóli ) 4 v.
Efstu stúlkur:
- Lovísa Sigríður Hansdóttir (Ingunnarskóli) 2 v.
- Elín Edda Jóhannsdóttir (Salaskóli) 2 v.
- Dagmar Vala Hjörleifsdóttir (Álfhólsskóli) 2 v.
- Anita Sól Vignisdóttir (Vogaskóli)
37 skákmenn krakkar tóku þátt.
Sjá nánari úrslit í excel-viðhengi.
Úrslit í yngsta flokki (2005-)
Efstu strákar
- Óskar Víkingur Davíðsson 5 v. (Ölduselsskóli)
- Stefán Orri Davíðsson 5 v. (Ölduselsskóli)
- Joshua Davíðsson 4 v. (Rimaskóli)
- Róbert Luu 4 v. (Álfhólsskóli)
- Birkir Snær Steinsson 4 v. (Hraunvallaskóli)
- Samúel Týr Sigþórsson 4 v. (Salaskóli)
Efstu stúlkur
- Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir 2,5 v. (Foldaskóli)
- Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 2 v. (Álfhólsskóli)
- Sunna Rún Birkisdóttir 2 v. (Snælandsskóli)
- Karitas Jónsdóttir 2 v. (Snælandsskóli)
- Elsa Kristín Arnaldardóttir 2 v. (Hofstaðaskóli)
- Vigdís Tinna Hákonardóttir 2 v. (Smáraskóli)
47 krakkar tóku þátt.
Sjá nánari úrslit í excel-viðhengi.
Úrslit í Peðaskák
Stelpuflokkur:
- Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir 4,5 v. (Hraunvallaskóli)
- Sólveig Bríet Magnúsdóttir 3,5 v. (Kvistaberg)
- Brynja Steinsdóttir 3 v. (Hraunvallaskóli)
- Sólvegi Freyja Hákonardóttir 3 v. (Arnarsmáir)
- Brynja Vigdís Tandrasdóttir 3 v. (Foldaskóli)
- Anna Sigríður Kristófersdóttir 3 v. (Salaskóli)
16 stelpur tóku þátt.
Strákaflokkur:
- Arnór Veigar Árnason 4 v. (Foldaskóli)
- Kári Siguringason 4 v. (Klambrar)
- Níels Jóhann Júlíusson 3,5 v. (Álfhólsskóli)
- Birkir Már Kjartansson 2,5 v. (Seljaborg)
- Orfeus Stefánsson 2 v. (Háaleitisskóli)
6 strákar tóku þátt.
Sjá nánari úrslit í excel-viðhengi.
Myndaalbúm (Rúnar Haraldsson)














