7.9.2008 kl. 21:10
Vetrarstarfið að hefjast.
Fyrsta skákæfing vetrarins verður miðvikudagskvöldið 10 september í matsal Litlulaugaskóla í Reykjadal, og hefst hún kl. 20:30.
Athugið að þetta er breyting frá áður auglýstum stað !
Æfingin byrjar með stuttum félagsfundi þar sem lögð verður loka hönd á dagskrá félagsins fram að áramótum, komandi deildarkeppni og þau málefni sem fundarmenn vilja ræða.
Að fundi loknum verður teflt. Vonast er eftir góðri mætingu. H.A
